Fyrirtækið
Markmið Húsasmiðjunnar,
Blómavals og Ískrafts er að veita
framúrskarandi þjónustu í sátt við
umhverfið og samfélagið
Við erum hluti af BYGMA
Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni
BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð,
Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa um 2.100 manns
í yfir 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki,
stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi
byggingarvöruverslunarkeðjum í Danmörku.
Stjórnarhættir
Stjórn og stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa sett sér það markmið að viðhafa góða stjórnarhætti. Stjórnarhættir félagsins eru í samræmi við lög nr 138/1994 um einkahlutafélög og samþykktir félagsins. Félagið fylgir leiðbeiningunum um stjórnarhætti sem útgefnir eru af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Leiðbeiningarnar má finna á leidbeiningar.is. Félagið víkur frá leiðbeiningum þar sem félagið hefur ekki tilnefningarnefnd, endurskoðunarnefnd, framkvæmir ekki árangursmat. Hlutfall kynja í stjórn uppfyllir ákvæði laga um einkahlutafélög um kynjahlutföll í stjórnum félaga sem eru með 3 stjórnarmenn og fleiri en 50 starfsmenn, þar sem í stjórn er ein kona og tveir karlar.
Stjórnskipulag - framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn tekur allar stefnumótandi ákvarðanir og þar með ákvarðanir varðandi sjálfbærni. Verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála starfar á mannauðssviði og vinnur náið með framkvæmdastjórn um tiltekin málefni.
Árni Stefánsson
Forstjóri
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri verslunarsviðs
Edda Björk Kristjánsdóttir
Mannauðsstjóri
Magnús Magnússon
Markaðsstjóri
Magnús G. Jónsson
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Pétur Andrésson
Framkvæmdastjóri vörusviðs
Kenneth Breiðfjörð
Framkvæmdastjóri fagsölusviðs
Brynjar Stefánsson
Framkvæmdastjóri Ískrafts
Aðild að samtökum
Húsasmiðjan er aðili að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins og Stjórnvísi. Einnig er fyrirtækið aðili að Festu, Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, ásamt samtökunum Grænni byggð.
Viðskiptalíkan
Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur
Listi yfir reglur og stefnur Húsasmiðjunnar sem varðar þætti í starfsemi fyrirtækisins
· Heilsustefna
· Viðverustefna
· Netöryggisstefna
· Umhverfisstefna
· Stefna og viðbragðsáætlun
· Siðareglur
· Mannauðsstefna
· Fræðslustefna
· Gæðastefna
· Jafnlaunastefna
· Jafnréttstefna
· Samkepppnisréttarstefna
· Persónuverndarstefna
· Reglur um vernd uppljóstrara
· Reglur um móttöku reiðufés
Hagaðilar
Allt starfsfólk Húsasmiðjunnar er á launum samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Húsasmiðjan hefur ekki farið í sérstaka greiningu á hagsmunaaðilum heldur notast við innri skilgreiningu og gerir reglulega viðhorfskannanir á meðal viðskiptavina og starfsmanna varðandi þjónustu og starfsánægju innan fyrirtækisins. Einnig eru framkvæmd reglulega starfsmannaviðtöl og haldnir upplýsingafundir.
Um skýrsluna
Efnistök skýrslunnar og viðfangsefni byggja á greiningarvinnu sem gerð var af völdum einstaklingum innan fyrirtækisins. Byggir það á hvernig fyrirtækið getur stutt við hagsmunaaðila og viðskiptavini í því að byggja á sjálfbærari hátt. Jafnframt tengjast þau útvöldum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Húsasmiðjan telur að tengist beint eða óbeint starfsemi fyrirtækisins.
Í skýrslunni er gert grein fyrir rekstri starfstöðva Húsasmiðjunnar á Íslandi, þar með talið Blómaval og Ískraft. Þau gögn sem koma fram varðandi losun fyrirtækisins afmarkast við beina og óbeina losun frá rekstri fyrirtækisins. Skýrslan afmarkast við starfsemi Húsasmiðjunnar.
Upplýsingar í skýrslunni er fengnar úr ársreikningi og umhverfisuppgjöri fyrirtækisins og eiga við árið 2022. Söfnun gagna og útreikningur á kolefnisfótspori og tengdum lykilmælikvörðum Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts er unninn af starfsmönnum Klappa grænna lausna hf.
Nýtt er hugbúnaðarlausn Klappa sem byggir á áreiðanlegri Hagaðilar og gagnsærri upplýsingaöflun, bæði frá fyrirtækinu og þriðja aðila. Hugbúnaðarlausn Klappa hefur hlotið vottun á umhverfisútreikningum, umfang 1, umfang 2 og umfang 3 samkvæmt GHG Protocol staðli. UFS taflan er framsett skv. leiðbeiningum Nasdaq, útgefnum á íslensku árið 2019 og vísað er í helstu alþjóða leiðbeiningar og staðla m.a. í viðeigandi GRI staðla, UN Global Compact og Heimsmarkmið.
Auk þess er horft til væntanlegs Evrópustaðals, draft ESRS E-1 Climate Change. Þannig tryggir kerfi Klappa að útreikningar og upplýsingar sem birtar eru í UFS töflu uppfylli kröfur viðeigandi staðla sem unnið er með í kerfi Klappa og vísað er til í UFS töflu. Upplýsingar varðandi samfélagsuppgjör eru fengin úr innri kerfum fyrirtækisins.
Húsasmiðjan hefur frá árinu 2019 verið hluti af samfélagsskýrslu Bygma samsteypunnar og mun halda því áfram ásamt því að gefa út sína eigin sjálfbærniskýrslu
Markmið okkar
Húsasmiðjan er leiðandi verslunar og þjónustufyrirtæki á bygginga-og heimilisvörumarkaði.
Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð, í sátt við umhverfi og samfélag.
Húsasmiðjan stuðlar að sjálfbærni innan byggingageirans á Íslandi
Húsasmiðjan og Bygma samstæðan hafa greint sjö meginmarkmið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til að vinna með útfrá rekstrinum