Efnahagslegir þættir

Stafræn umbreyting eykur framleiðni innan fyrirtækisins og þjónustu til viðskiptavina

Stefnumótun Húsasmiðjunnar 2022-2025

Sjálfbær vöxtur

Undir stefnumótuninni sjálfbær vöxtur hefur áherslan verið á stefnu fyrirtækisins í sjálfbærni og aðallega umhverfisþáttinn og þeim nýju tækifærum sem felast í nýjum áskorunum. Áherslurnar má skipta í þrennt; starfsemi, mannauður og, vörur og þjónusta. Bestun ferla og minni sóun hefur verið fyrirferðamikil seinni hluta árs 2022. Aukin þekking starfsfólks á sjálbærri vegferð er gríðarlega mikilvæg með innri fræðslu til að styðja það í að veita sem besta þjónustu til okkar viðskiptavina. Aukin eftirspurn er eftir umhverfisvottuðum vörum og leggur Húsasmiðjan áherslu að auka við það framboð og setja það fram á einfaldan hátt til að auðvelda viðskiptavininum við það val. Með aukinni þekkingu og gagnsæi í virðiskeðjunni getur viðskiptavinurinn tekið upplýstar ákvarðanir með gæði fyrir umhverfið og heilsu íbúa í fyrirrúmi. Húsasmiðjan gerir grein fyrir ábyrgðarhlutverki sínu og gerir fólki kleift að vera ábyrgir neytendur með því að bjóða upp á breitt vöruúrval grænna vara.

Með nýjum reglugerðum um gagnsæi og ábyrga viðskiptahætti skiptir máli að við getum veitt þær upplýsingar sem okkur ber og hefur framsetning fylgiskjala vara aukist á árinu 2022. Mikilvægt er að starfsfólk nái að innleiða sjálfbærni inn í sína vinnu sama hvar í fyrirtækinu það starfar. Allir þurfa að skilja mikilvægi þessa málaflokks þar sem sjálfbærni kemur inn á allt og tryggir öllum farsælli starfshætti sem og vinnuumhverfi.

Stafræn umbreyting

Húsasmiðjan leitast við að nýta stafræna tækni til að auka framleiðni innan fyrirtækisins og þjónustu til viðskiptavina. Starfsmannaapp (Verkfærakassinn) aðstoðar starfsmenn að nálgast upplýsingar um vörur s.s. almennar vöruupplýsingar, birgðastöðu og sölusögu. Haldið verður áfram að styrkja verkfærakassan og sjálfvirknivæða ferla samhliða. Innkaup og dreifing á vörum út í verslanir fer að mestu leyti fram með sjálfvirku pantanakerfi AGR. Stefnt er að því að fjölga vöruflokkum sem pantaðir eru með AGR og bæta þannig dreifingu út í verslanir og áreiðanleika í innkaupum. Innleiðing á rafrænum rekstrarreikningum ásamt rafrænum innlendum innkaupareikningum. Stefnt er á aukningu móttöku erlendra reikninga með rafrænum hætti og sjálfvirknivæðingu í bókun erlendra innkaupa.

 

Viðskiptavina-app Húsasmiðjunnar kom út í lok árs 2021 og var fyrsta heila rekstrarárið 2022. Viðskiptavina appið nýtist einstaklingum og fyrirtækjum með aðgengileg viðskipti við Húsasmiðjuna. Hægt er að skrá úttektaraðila, stofna verk og stunda viðskipti í sjálfsafgreiðslu sem flýtir fyrir og minnkar pappírsnotkun. Stefnt er að því að efla appið enn frekar með ýmsum nýjungum árið 2023. Þjónustuvefurinn nýtist fyrirtækjum í viðskiptastýringu við Húsasmiðjuna og býður upp á ýmis gögn sem hjálpa fyrirtækjum að greina viðskipti sín við Húsasmiðjuna. Stefnt er að frekari umbótum á þjónustuvef er snúa að umhverfisvænum vörum og greiningu gagna. Árið 2022 voru innleiddir vöruupplýsingaskjáir í verslunum þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur og fengið gagnlegar upplýsingar t.d. hvort vara sé með umhverfisvottun. Stefnt er að fjölga verslunum með vöruskanna til umráða. Húsasmiðjan hefur notið góðs af öflugu starfsfólki á sviði UT sem hefur byggt upp safn af vefþjónustum sem nýtast fyrirtækinu til ýmissa framþróunarverkefna sem bæta hag fyrirtækisins. 

Besti vinnustaðurinn

Mannauður Húsasmiðjunnar er ein helsta auðlind fyrirtækisins og um leið lykilþáttur í að ná góðum rekstrarárangri. Það er skýrt markmið okkar að vera eftirsóttur vinnustaður sem býður upp jákvæða menningu og sterka liðsheild. Við leggjum okkur fram við að hlúa vel að mannauðnum og að tryggja það að við séum með rétta fólkið með réttu þekkinguna og reynsluna. Það er mikilvægt að við séum aðlaðandi vinnustaður fyrir núverandi starfsfólk og fyrir nýtt starfsfólk. Einn hluti af stefnumótun fyrirtækisins ber heitið Besti vinnustaðurinn. Árið 2022 var línan lögð varðandi þá áhersluþætti sem við trúum að muni móta og viðhalda besta vinnustaðnum. Við leggjum áherslu á góðan starfsramma, góða stjórnun, jákvætt vinnuumhverfi, heilsu og velsæld, skýra sýn og stefnu og þróun og vöxt í starfi. 

Árið 2002 innleiddum við mánaðarlegar starfsánægjukannanir sem mæla þessa árherslu þætti og gefa okkur því mikilvægar upplýsingar inn í stefnumótunarvinnu okkar og hvar við stöndum. Unnið hefur verið  á markvissan hátt með þessar upplýsingar með góðum árangri. Lögð er áhersla á stöðugar umbætur með því að hlusta, bregðast við og breyta. Í stefnumótun okkar gerum við einnig ráð fyrir góðu samtali og vinnuhópum þvert yfir fyrirtækið þar sem munum tala um það hvernig við verðum besti vinnustaðurinn og hvað felst í því að vera besti vinnustaðurinn. 

Með aukinni upplýsingagjöf og markvissum gögnum teljum við að við getum tekið betri og upplýstari ákvarðanir í rétta átt. 

Sjálfbærni áhættur og tækifæri

Áhættustýring er mjög mikilvægt verkfæri til að auka arðsemi og vöxt. Meðvituð áhættustýring  er lykilatriði í því að ná markmiðum okkar. Með því að stjórna áhættum á getum við skapað árangur sem kemur til góða fyrir fyrirtækið og viðskiptavini okkar.

Í starfsemi Húsasmiðjunnar eru tilteknir áhættuþættir sem hafa áhrif á ytra umhverfi félagsins. Fyrirtækið er í stöðu til að draga úr þessum áhættuþáttum og minnka sóun og útblástur. Húsasmiðjan hefur t.a.m. sett sér markmið að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfisvænum vörum sem uppfylla stranga staðla í umhverfisvottuðum byggingum. Með þeirri stefnu getur fyrirtækið tekið ábyrgð á minnkun umhverfisáhrifa og stuðlað að sjálfbærum byggingarháttum á Íslandi. 

Með því að stjórna áhættum getum við skapað árangur sem kemur til góða fyrir fyrirtækið og viðskiptavinum okkar

Stafrænar lausnir

Húsasmiðjan leggur áherslu á sjálfsafgreiðslulausnir til viðskiptavina svo stytta megi tíma og auka pappírslaus viðskipti og býður nú upp á

• Rafræna lánaferla til einstaklinga og fyrirtækja
• Greiðsludreifingu
• Rafræn stýring á úttektaraðilum í gegnum app og þjónustuvef
• Pappírslaus, rafræn viðskipti með sjálfsafgreiðsluappi
• Rafrænir rekstrareikningar 92%
• Rafrænir innlendir innkaupareikningar 82%
• Rafrænir erlendir innkaupareikningar 0%
• Skanna vöru og athuga umhverfismerkingar í appi og vöruskanna í verslun
• Umhverfismerkingar á vef
• Kostnaðargreiningar á viðskiptavinavef

Unnið er að lausnum til að auðvelda viðskiptavinum að eiga umhverfisvænni viðskipti

Húsasmiðjuappið

Árið 2022 var fyrsta heila rekstrarár viðskiptavinaappsins sem gefið var út í nóvember 2021. Um er að ræða sjálfsafgreiðslu- og viðskiptastýringar app þar sem viðskiptavinir geta afgreitt sig sjálfir með vörur og þjónustu. Hátt í 10 þúsund notendur hafa notað appið. Með appinu er hægt að stilla úttektaraðila, bæta við verkum, skrá “vegna” á viðskipti, sækja um lánsheimild auk sjálfsafgreiðslu í verslunum. Þá er hægt að skanna vörur og lesa sig til um notkun og eiginleika vöru. Einnig er hægt að sjá hvort vara sé með skráða umhverfisvottun. Stefnt er að því að styrkja appið enn frekar á komandi mánuðum.