Ávarp forstjóra

Árni Stefánsson

Stór mynd)

Haustið 2022 var fjárfest var í rafknúnum vöruflutningabíl með krana sem tekinn verður í rekstur í vor.  Það er liður í að minnka kolefnisfótspor okkar og afhenda viðskiptavinum okkar vörur á vistvænni hátt.

Fyrirtækið starfrækir 14 Húsasmiðjuverslanir víðsvegar um landið og þjónustar bæði byggingariðnaðinn og einstaklinga. Rúmlega 500 starfsmenn starfa hjá Húsasmiðjunni í um 400 stöðugildum. Húsasmiðjan hefur verið hluti af BYGMA samstæðunni síðan árið 2012. BYGMA er stærsti dreifingaraðili byggingarvara á fagmannamarkaði í Danmörku. Hjá samstæðunni starfa um 2.700 manns í 5 löndum.

Sem einn af stærstu söluaðilum byggingavara hefur Húsasmiðjan stórt hlutverk í byggingariðnaðinum hér á landi. Fyrirtækið hefur fylgst vel með þróun í umhverfismálum í gegnum árin og kynnt margar nýjungar sem tengjast umhverfisvænni lausnum í  nýbyggingum og viðhaldi.

Talið er að mannvirkjageirinn sé ábyrgur fyrir um 40% af heildarútblæstri á heimsvísu og ber byggingariðnaðurinn stóran hluta þess útblásturs. Byggingarefni eru ábyrg fyrir um 45% af heildarlosun nýbygginga en þar liggur okkar ábyrgð og finnast tækifæri til að gera betur. Mikil gróska er í þróun byggingarefna og leitum við sífellt leiða til að koma með og kynna nýjungar sem bera minna kolefnisspor en aðrar sambærilegar vörur á markaði. Við finnum einnig fyrir auknum áhuga fagaðila og almennings á að gera betur og leita leiða sem skilja eftir sig minna vistspor í nýbyggingum eða við endurgerð eldra húsnæðis.  Það er ákveðin umhverfisvernd fólgin í því að vanda til verka og gera hlutina vel og vandlega einu sinni, lágmarka þannig framtíðarviðhald og þar með óþarfa kostnað. 

Eftirspurn eftir vistvænni byggingavörum hefur vaxið mikið. Með aukinni þekkingu leggjum við okkur fram um að draga úr vistspori starfseminnar, ásamt því að stuðla að umhverfisvænni byggingariðnaði á Íslandi. 

Umhverfisvottanir eru ákveðinn gæðastimpill þar sem bættir ferlar, rétt val á byggingarefni og betra eftirlit með framkvæmd leiðir til aukins gagnsæis. Rekstur byggingar verður einnig hagkvæmari þegar hugað er að hinum ýmsu rekstrarþáttum snemma í hönnunarferli eins og líftímakostnaðargreiningar geta sýnt fram á.  Orkunotkun í rekstri talin ábyrg fyrir um 30% af heildarútblæstri bygginga. Þar kemur einangrun og einangrunargildi glers sterk inn en gluggarnir okkar eru einstaklega vandaðir, fáanlegir með þreföldu gleri og leyfilegir í svansvottuð verkefni. Einnig hafa umhverfisvænni byggingavörur heilsusamlegri áhrif á íbúa sem og iðnaðarmanninn þar sem þau eru laus við heilsuspillandi og skaðleg efni eins og rokgjörn efnasambönd,  rotvarnarefni og hormónatruflandi efni. 

Hluti af því að ná árangri í loftslagsmálum felst í því að greina áhættur, setja sér markmið og greina frá árangri. Sjálfbærniskýrsla er gott hjálpartæki til þess að taka saman árið, meta hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Áherslurnar breytast frá ári til árs en teknir voru inn fleiri flokkar í umfangi 3 en í fyrra og markmiðið okkar er að taka sífellt stærra skref í losunarbókhaldi fyrirtækisins með það að langtímamarkmiði að ná utan um alla losun tengda starfseminni. 

Aðfangakeðjan er stór hluti af óbeinni losun og víðfeðmt en mikilvægt verkefni að ná sem best yfir þá þætti sem þar liggja og setja ný markmið í átt að aukinni sjálfbærni.  Félagslegur þáttur sjálfbærni vegur þar einnig inn. Umhverfisþátturinn hefur meira gagnsæi með hverju ári endu eru vöruframleiðendur almennt farnir að bregðast markvisst við þeim áskorunum og kröfum sem fylgja nýjum reglugerðum í skrásetningu á kolefnisspori fyrirtækja. 

Árið 2022 var viðburðaríkt í rekstrinum og meðal annars opnuðum við í mars nýja og glæsilega verslun við Freyjunes á Akureyri þar sem Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft eru nú undir sama þaki.  Nýja starfsstöðin er á margan hátt umhverfisvænni í rekstri en fyrri verslun sem felur í sér margþættan ávinning til lengri tíma.   

Hugtakið hringrásarhagkerfi fær stöðugt meiri athygli og vigt í rekstri okkar enda er stöðugt unnið markvisst að bætingu verkferla og stofnað til nýrra samstarfsverkefna með markmið okkar um minnkun neikvæðra umhverfisáhrifa í huga.  

Haustið 2022 var fjárfest var í rafknúnum vöruflutningabíl með krana sem tekinn verður í rekstur í vor.  Það er liður í að minnka kolefnisfótspor okkar og afhenda viðskiptavinum okkar vörur á vistvænni hátt. Flutningur á verkstað og byggingarframkvæmd er um 13% af heildarlosun byggingaframkvæmda og þar koma orkuskipti því sterk inn. En með þessum kaupum getum við tryggt viðskiptavinum okkar flutning byggingarefna með endurnýjanlegum orkugjöfum alla leið á verkstað á höfuðborgarsvæðinu. Með þessari aðgerð lækkum við árlega losum CO2í um 15 tonn á ári. 

Við höldum vegferð okkar til aukinnar sjálfbærni ótrauð áfram og förum bjartsýn inn í sumarið, tilbúin að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar í átt að sjálfbærni. Í nýjum áskorum leynast tækifærin. 

Hugtakið hringrásarhagkerfi fær stöðugt meiri athygli og vigt í rekstri okkar enda er stöðugt unnið markvisst að bætingu verkferla og stofnað til nýrra samstarfsverkefna með markmið okkar um minnkun neikvæðra umhverfisáhrifa í huga.